Verður næst hvalréttindayfirlýsingin skrifuð?

Það er nokkuð ljóst að núna eru eflaust margir íslendingar sem vilja bakka með hvalveiðina og leyfa hvölunum að fjölga sér á ný af því að Tony Blair segir það... Já einn þeirra sem hefur alltaf rétt fyrir sér ekki satt?

Fish and chipsÞetta er náttúrulega bara hlægilegt en samt sorglegt. Það þarf að fá íslending til að fara á fund hvalfriðunnarsinna og útskýra fyrir þeim mikilvægi þess að veiða hvali. Það þarf að sýna þeim mynd af hval og segja þeim hvað einn hvalur er stórt dýr, síðan þarf að útskýra fyrir þeim að stórt dýr eins og hvalur borðar alveg gífurlega mikið. Síðan þurfum við að segja þeim að í "fish and chips" er fiskur og það er einmitt það sem hvalir éta ótrúlegt magn af. Bretarnir þurfa að vita að til þess að þeir geti keypt fisk áfram þá þurfum við að geta veitt hann og síðan selt þeim fisk. En ef hvalirnir halda áfram að fjölga sér þá er ill í húfi, aflaheimildirnar minnka sem þýðir að við getum selt þeim minna og þá þurfa þeir að vita að fiskverðið hækkar og það koma þeir ekki til með að sætta sig við þar sem það er alveg gífurlega hátt núna um þessar mundir. Ég vil vekja athygli á því að nú eru liðin nokkur ár síðan hvalveiði var með öllu bönnuð, fyrir þann tíma var mikið meira veitt af fiski úr sjónum og fiskistofnarnir voru í blóma lífsins. En eftir að hvalveiðibannið rann á hafa stofnarnir minnkað frá ári til árs og aldrei hefur verið gefinn út eins lítill kvóti og einmitt þessi árin. Ég veit að þetta er sveiflukennt og margir vilja kenna hitnandi loftslagi um þessi áhrif, en át hvalana á fæðu fisksins og fisksins sjálfs hefur augljóslega áhrif. 

Segjum sem svo að... 

Við veiðum ekki hvali...
Fiskistofnarnir minnka, minna verður um fisk í sjónum og bretarnir og þeirra fyrirtæki eru ánægð og halda áfram að versla við okkur þann fisk sem til er á meðan hann endist.

Við veiðum hvali...
Vonandi yrði aukning á fiskistofnunum eða við gætum haldið þeim í betra jafnvægi og stofnarnir gætu nýst okkur, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Bretar væru fyrst kannski fúlir útí okkur og væru allaf að hræða okkur til að hætta að veiða hvalina og sum fyrirtæki myndu ekki versla við okkur. Salan minnkar kannski (ég held ekki) en stofnarnir haldast til framtíðar.

Hvernig sem það færi þá kæmum við jafnilla útúr báðum leiðunum en það eru önnur lönd í heiminum en Bretland og það skal vekja ATHYGLI á því að ÞEIR STOFNAR SEM HVERFA KOMA EKKI AFTUR.

minke-whale-is-dragged-up-rampSegjum sem svo að ríkisstjórnin bakki með hvalveiðina og næstu 10 árin væri ekkert veitt af hval og allir bretar og dýraverndunarsinnarnir yrðu ánægðir, næsta skref yrði þá að banna okkur þorskveiði, síðan ýsuveiði, þá ufsaveiði og svo koll af kolli þangað til við mættum ekkert veiða af þessum fisknum okkar og hvölunum færi ört fjölgandi, fiskistofnarnir í rústi og allir ánægðir. Enginn fengi lengur fisk að borða, OMEGA-3 fengist bara í pillum og allir borðuðu mat úr túpum eins og í geimnum. Jáh og það aðeins árið 2017. Öllum fish and chips stöðunum væri lokað og helling að fólki yrði atvinnulaust víðsvegar um heiminn.

Þetta eru allt rökréttar staðreyndir sem augljóst er að bretar og "hvalréttindasinnar" hafa ekki hugmynd um. 

Væri þá farið útí að mennta hvalina eða hvernig er það? Hvalirnir hljóta þá að fá rétt á sinni heilbrigðistþjónustu og fleirra. 

Fljótlega eftir það væri þá ekki hvalréttindayfirlýsingin skrifuð í 17 greinum, hún myndi þá sennilega kveða á um hvalstaklingsfelsi, málfrelsi hvala, trúfrelsi hvala og jafnrétti hvala fyrir lögum auk þess sem tekið væri fram að völdin væru í höndum hvalanna. Einnig yrðu allir hvalir jafnir mönnum.

Það kæmi mér ekki á óvart að bretarnir kæmu fram með eitthverja jafn fáránlega yfirlýsingu, þar sem hvalir eru í mannatölu meðal þeirra. Þeir vita sennilega ekkert um skaðsemi þess að friða efsta dýrið í fæðukeðjunni, þeir einfaldlega hafa ekki hugmyndaflug í að ímynda sér hver skaðin gæti orðið.

 

Við megum ekki láta þessa vitleysu á okkur fá, látum þá bara þvinga okkur til að hætta en hættum ekki að veiða hvalina, við viljum ekki tapa okkar fiskistofnum því slíkt verður EKKI AFTUR TEKIÐ.


mbl.is Bretar hefja alþjóðlega herferð gegn hvalveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband