Tölurnar skipta sköpum í þessu stríði

Þetta er gott mál og úr þessari talningu mun augljóslega koma í ljós sá fjöldi hvala sem í sjónum eru og að þeir eru langt í frá í útrýmingahættu. Niðustöður þessarar talningar gæti aukið skilning erlendra "hvalréttindasinna" hvað það er mikil vægt að veiða öll dýr í hófi til að splundra ekki lífríkinu.

mbl.is Viðamikil hvalatalning í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil nú efast um það að veiðar per se, séu eins mikilvægur þáttur í að viðhalda lífríki jarðar, eins og þú gefur í skyn.  Slíkar röksemdir kemstu ekki upp með að órökstuddu máli.  Hins vegar er það frábært að loks virðist viðleitni til að skoða málið vísindalega í stað þess að kasta fram ógrunduðu hnútukasti eins og Grænfriðungum er tamt.  Fáum staðreyndirnar upp á borðið og sjáum svo til hvað gera skal.  

Ég bendi á bloggið mitt um birgðir Japana til áréttingar fáránleikans í málflutningi Grænfriðunga undanfarið, sem virðast rata viðstöðulaust á síður moggans, hversu botnlaus, sem hann er. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2007 kl. 06:31

2 Smámynd: Hvalveiðisinni

Nei það er víst að það er ekkert vitað í þessum málum eins og svo mörgum öðrum þáttum í lífríkinu og lífinu sjálfu. En byggt á fyrri rannsókum og tölum núverandi fiskistofna eftir langt hvalveiðibann þá má leggja saman 17 og 13 og fá út 30.
1. Þar sem hvalir hafa ekki verið veiddir í langan tíma og hafa tekið sér gífurlega fjölgun í sjávarríkinu, samhliða því eru fiskistofnar í kringum landið að hrynja.
2. Vísindamenn hafa reiknað út áætlaðan fjölda hvala í sjónum og í kringum ísland.
3. Hvalir eru stór dýr og þarfnast því óhemju mikillar fæðu.
4. Fjöldanum á hvalnum og fæðunnar sem hann þarfnast hefur verið reiknuð saman í fæðuna sem hvalir þarfnast.

Hér eru niðurstöðunnar:
http://www.liu.is/template1.asp?Id=245&sid=98&topid=238

en að sjálfsögðu eins og ég sagði fyrst þá þarf ekkert að vera að þessar tölur séu sannari en Biblían.

Hvalveiðisinni, 30.1.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband