30.5.2007 | 00:05
Aukum okkar kvóta
núna er fínn tími á þessu ári til að auka okkar kvóta á hrefnu í 200 hrefnur ekki veitir af. Hrefnan er ljón hafsins, stofn hrefnunar er talin éta jafn mikið af fisk og allt mannkynið gefur sér rétt til að veiða. Ekki nokkur ferðaþjónustu aðili getur sagt það að ferðaiðnaðurinn velti meiri tekjum en sjávarútvegurinn!! Þannig það væri meiri fiskur í sjónum ef við fengjum að veiða hressilega af hrefnunni og þá ætti ríkissjóður okkar íslands hreinlega meira fé í kistuni.
Ingibjörg Sólrún veit greinilega ekkert hvernig ríkið fær sitt fjármagn. Peningarnir vaxa ekki á tjánum.. Við þurfum að afla þeirra og þar hefur sjávarútvegurinn alltaf verið okkar öruggasta grein. Við megum ekki láta hana grotna niður. Skíðishvalirnir, eins og langreyður sem nærast eingöngu á svifi og átunni í sjónum, éta ekki bara 2kg á dag,.. na, einn svona hvalur þarf sennilega eitthvað meira og það veldur því að fiskurinn okkar í sjónum sem við höfum lifað á síðustu öldina líður við fæðuskort, fuglarnir kvarta... Múkkarnir koma í borgina og kvarta á tjörninni í miðbæ Reykjvíkur yfir fæðuskoti í hafinu, lundinn kemur ekki afkvæmum sínum á legg og því eru hafa lundapysjur ekki sést síðustu tvö árin og lundaveiðin orðin lítil sem engin.
Er þetta það sem heimurinn vill?
Á allt dýraríkið að fá að þjást vegna þess að eitthverjir fávitar útí heimi vilja ekki að hvalir séu veiddir? Þetta eru skepnur, rétt eins og beljan, kindinn og kjúllinn....
Veiðum nú hvali af viti og sjáum árangur á ný í dýralífinu. Ég vil þessvegna sjá hvalveiðar ríkisstyrktar!
Oft var þörf en nú er nauðsyn!!!!
Alþjóðahvalveiðiráðið endurnýjar heimildir til frumbyggjaveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitt við stöndum saman í þessu/Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 30.5.2007 kl. 02:12
Mæl þú manna heilastur, hvalveiðisinni ! Hvernig væri að leggja t.d. aukaskatt á þá,sem horfa með velþóknun á hvalina éta
frá okkur lífsbjörgina og kaupa fyrir féð það kjöt, sem ekki selst og gefa til sveltandi fólks t.d. í Afríku ?
Með kveðju KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 30.5.2007 kl. 06:25
Fáránleg rök, því við ísland var aldrei nein hrefnuveiði svo heitið gæti hvorki að fjölda og því síður að magni þar sem hrefnan er lang minnst skíðishvalanna. Hér var mest veitt um 200 dýr á ári síðustu 10 árin fyrir hvalveiðibannið 1985 en fram að 1960 voru það aðeins af hendingu sem eitt og eitt dýr sem veiddist af slysni. Hrefna var heldur aldrei talin ofveidd og því var heldur aldrei veiði á hrefnu að auka lífslíkur þorsksins eða vanveiði að auka þær, og því ekki um það að ræða að nýjar veiðar á hrefnu geti fært okkur eitthvað sem var - því það var aldrei að hrefnu við ísland væri haldið niðri með veiðum.
Til að hafa árhif á stofnstærð hrefnu og skerða hann yrðum við auk þess að veiða skelfilega mikið af hrefnu þ.e. þúsundir dýra og ofveiða þann eina stofn reyðhvala sem aldrei var ofveiddur.
Hrefnur eru engin ljón hafsins þær eru skíðishvalur sem fyllir munninn af torfufiski eða reyndar oftar krabbaátu og síar sjóinn út um skíðin. Hrefnan er eins og hver önnur belja þegar aftur Háhyrningurinn er ljónið og úlfurinn allt í senn en hefur aldrei verið veiddur hér nema Keikó blessaður fyrir dýragarð. Ýmsir smáhvalir skipta hér hundruðum þúsunda og þeir éta fisk en enginn hefur áhuga hvorki á að rannska þá eða veiða. Svo mikill er nú raunverulegur áhugi á vistkerfi hafsins og "afráni" hvala.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.6.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.